Ein flottasta sundlaug Íslands

Seljavallalaug-lítilÁ leiðinni heim frá Hvanneyri ákvað ég að kíkja aðeins á gömlu Seljavallalaugina. Ég hafði komið þangað áður, fyrir svona 10 árum en þá var þykkt lag af grænum þörungum í lauginni og vatnið var einungis á tveimur stöðum sæmilega heitt. Ég fór þó samt í sund en sænskur vinur minn harðneitaði að dýfa tánum í vatnið, því honum fannst sundlaugin heilsuspillandi. Við komum þá snemma að vori og allt var ennþá á kafi í snjó en á klettaveggnum sem myndar vesturhlið laugarinnar sytrar heitt vatn úr berginu og rennur niður í laugina og þar blómstruðu vetrarblóm. Nú var búið að hreinsa laugina og hitastigið var mjög þægilegt. Ég svamlaði þar í rúma tvo klukkutíma, umkringd snævi þöktum tindum og einu lifandi verur sem ég sá voru forvitin rjúpa á sundlaugarbakkanum og nokkrir fýlar á flugi. Frábært! Kærar þakkir til þeirra sem hafa komið lauginni aftur í lag!

 

 

 

 

Kýr1-lítilSett einnig inn eina kúamynd sem ég tók einhvers staðar undir Eyjafjöllum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband