Snjóboltar á Steinasandi

snjoboltar8293Ég keyrði í apríl yfir Steinasand og sá þar svolítið merkilegt fyrirbæri. Á túninu voru tugir snjóbolta, allt að hálfs metra háir. Það hafði verið mjög hvasst um nóttina og vindurinn hafði einfaldlega rifið nýfallna snjóþekjuna upp og rúllað henni áfram. Ég hef bara séð þetta tvisvar og held að þetta gerist einungis undir mjög sérstökum kringumstæðum, þegar hitastigið er um núll og þegar það er mjög hvasst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband